Innlent

Spilarar að verða jafnmargir og íslenska þjóðin

ilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
ilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

„Við stefnum að því hröðum skrefum að Eve-félagar verði fleiri en Íslendingar," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eve online er veruleikatölvuleikur og eru þeir sem spila hann, sem Hilmar kallar EVE-félaga, orðnir 295 þúsund en Íslendingar eru um 319 þúsund.

„Við erum með teljara sem telur þetta niður, þetta næst örugglega einhvern tímann í sumar," segir hann en bætir svo við. „Svo er að bíða og sjá hvort stjórnmálamennirnir flýti fyrir því með því að fækka Íslendingum." - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×