Erlent

Neyðarástandi aflétt í Bangkok

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl. Honum tókst naumlega að sleppa undan mótmælendum. MYND/AP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl. Honum tókst naumlega að sleppa undan mótmælendum. MYND/AP Mynd/AP
Neyðarástandi hefur verið aflétt í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn tóku sér stöðu á götum úti eftir að Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl.

Mótmælendurnir vilja koma Thaksin Sinawatra aftur í stól forsætisráðherra en honum var steypt af stóli á síðasta ári með svipuðum mótmælum og haldin voru fyrir hálfum mánuði.Nú vilja þeir losna við Abhisit Vejjajiva.

Forsætisráðherrann tilkynnti jafnframt að skipuð verður nefnd til að fara yfir stjórnarskrá landsins til að enda pólitískar deilur sem hafa haft skelfilegar afleiðingarnar fyrir efnahag Tælands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×