Innlent

Braust inn í húsnæði lögreglu og sjúkraflutningamanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í húsnæði lögreglunnar og sjúkraflutningamanna á Selfossi síðdegis á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamanni sem Vísir talaði við fór maðurinn meðal annars inn í gamlan sjúkrabíl sem geymdur er í húsinu og rótaði í hillum í húsnæðinu. Árvökull sjúkraflutningamaður sem átti erindi inn í húsnæðið kom að manninum og gerði viðeigandi ráðstafanir.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, var einungis farið inn í þann hluta byggingarinnar sem sjúkraflutningamenn hafa til afnota. Ekki var brotist inn í lögreglustöðina sjálfa. Ólafur Helgi segir að maðurinn hafi ekki komið neinu þýfi undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×