Enski boltinn

Hiddink vill hafa strákana sína flott klædda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hiddink vill að leikmenn geri almennilega bindishnúta.
Hiddink vill að leikmenn geri almennilega bindishnúta.

Það eru nýir tímar hjá Chelsea eftir að Hollendingurinn Guus Hiddink tók við liðinu. Nýjar agareglur og ein af þeim er að leikmenn skuli vera snyrtilegir innan vallar sem utan.

Hiddink hefur skipað leikmönnum sínum að klæðast Armani-jakkafötunum sem þeir fengu frá Chelsea fyrir leiki. Þeir skulu einnig vera með bindi félagsins og hafa á því almennilegan bindishnút.

Brjóti menn þessar agareglur þá fá þeir sekt upp á 100 pund sem eru nú reyndar smáaurar í augum þessara milljónamæringa.

Hiddink leggur mikið upp úr aga og hefur brýnt fyrir mönnum að mæta tímanlega á æfingar og svo eru strangar reglur með notkun farsíma sem hann vill sjá sem minnst af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×