Innlent

Enn snjóflóðahætta í Bolungarvík

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík.
Veðurstofan ákvað samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum að lýsa yfir hættustigi á reit 4 í Bolungarvík seinnipartinn í gær. Sú rýming heldur sér þangað til annað verður ákveðið, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum.

Á reit 4 eru eftirtalin hús: Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð. Gert var ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir miðnætti í gær. Samkvæmt lögreglu gekk vel að rýma húsin.

Reitur 4 er fyrir neðan Traðargil í Bolungarvík og þar er verið að setja upp snjóflóðavarnargarð sem ekki er tilbúinn og því þarf að koma til rýmingar. Önnur hús í Bolungarvík eru utan reits 4 og því ekki á hættusvæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×