Innlent

2000 hafa kosið hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Úr myndasafni. Samfylkingarfólk á landsfundi vorið 2007.
Úr myndasafni. Samfylkingarfólk á landsfundi vorið 2007.
Í gærkvöldi höfðu rúmlega 2000 manns kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lýkur í dag. Á kjörskrá eru rúmlega 8 þúsund félagar í Samfylkingarfélögunum í borginni. 19 frambjóðendur, þar af 5 sitjandi þingmenn, takast á um 8 sæti í prófkjörinu.

Fyrstu tölur verða kynntar í kosningamiðstöð flokksins á Skólabrú við Austurvöll strax eftir að kjörfundi lýkur í kvöld. Auk þess verður tilkynnt um kjörsókn í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×