Skrítið að vera með grímu 28. apríl 2009 07:00 „Fólk er hrætt,“ segir Steinar Orri Hafsteinsson, skiptinemi í Mexíkó. Fjölmargir hafa sett sig í samband við landlæknisembættið til að kanna hvort óhætt og heimilt sé að fara til Mexíkó og hvort og þá hvernig eigi að bregðast við svínainflúensunni sem geisar þar. Ekki hefur verið gripið til ferðatakmarkana en heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með þróuninni. Íslendingar eiga flensulyfin Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar. Steinar Orri Hafsteinsson hefur verið skiptinemi í Mexíkó í vetur. Hann var á ferðalagi um síðustu helgi og segir að allir skiptinemarnir og helmingur Mexíkóabúanna hafi verið með öndunargrímur. Skiptinemunum var sagt frá svínainflúensunni fyrir fjórum dögum og þá fylgdi sögunni að inflúensubakterían gæti ekki lifað í miklum hita. „En svo sá ég að grunur léki á að tuttugu væru með svínainflúensuna hér í Veracruz þannig að það er ekkert að marka þetta með hitann," segir hann. Steinar Orri fór ekki í skólann í gær, bæði vegna inflúensunnar og vegna þess að hann kom svo seint heim úr ferðalaginu á sunnudagskvöldið. Hann segir þó að skólinn sinn hafi verið opinn. Foreldrar hafi beðið börnin að vera með grímur en margir vilji það ekki. „Fólk er hrætt en sumir taka ekkert mark á þessu og telja að það gangi hratt yfir." Honum finnst skrítið að ganga með öndunargrímu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að fylgst sé náið með þróun inflúensunnar í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Ekki sé fyllilega ljóst hvort heimsfaraldur muni verða eða ekki. - ghs Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Fjölmargir hafa sett sig í samband við landlæknisembættið til að kanna hvort óhætt og heimilt sé að fara til Mexíkó og hvort og þá hvernig eigi að bregðast við svínainflúensunni sem geisar þar. Ekki hefur verið gripið til ferðatakmarkana en heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með þróuninni. Íslendingar eiga flensulyfin Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar. Steinar Orri Hafsteinsson hefur verið skiptinemi í Mexíkó í vetur. Hann var á ferðalagi um síðustu helgi og segir að allir skiptinemarnir og helmingur Mexíkóabúanna hafi verið með öndunargrímur. Skiptinemunum var sagt frá svínainflúensunni fyrir fjórum dögum og þá fylgdi sögunni að inflúensubakterían gæti ekki lifað í miklum hita. „En svo sá ég að grunur léki á að tuttugu væru með svínainflúensuna hér í Veracruz þannig að það er ekkert að marka þetta með hitann," segir hann. Steinar Orri fór ekki í skólann í gær, bæði vegna inflúensunnar og vegna þess að hann kom svo seint heim úr ferðalaginu á sunnudagskvöldið. Hann segir þó að skólinn sinn hafi verið opinn. Foreldrar hafi beðið börnin að vera með grímur en margir vilji það ekki. „Fólk er hrætt en sumir taka ekkert mark á þessu og telja að það gangi hratt yfir." Honum finnst skrítið að ganga með öndunargrímu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að fylgst sé náið með þróun inflúensunnar í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Ekki sé fyllilega ljóst hvort heimsfaraldur muni verða eða ekki. - ghs
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira