Innlent

Ríkið verður að hækka skatta

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Ríkið hefur fáa aðra kosti í stöðunni en hækka skatta til að mæta útgjaldaaukningu og tekjutapi vegna bankahrunsins. Þetta kom fram í setningarræðu Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, á Landsfundi flokksins í Stykkishólmi í morgun.

Guðjón sagði vaxandi atvinnuleysi ógna þjóðinni og að ekki yrði komist upp úr kreppunni með niðurskurði fjármála ríkis og sveitarfélaga. Þá kallaði hann á tafarlausa stýrivaxtalækkun og að verðtrygging lána verði afnumin tímabundin.

Landsfundi Frjálslynda flokksins lýkur í kvöld. Tveir bjóða sig fram til formanns. Guðjón A. Kristjánsson og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður. Guðni Halldórsson dró formannsframboð sitt til baka í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×