Innlent

Lífeyrissjóðum verði heimilt að eiga og reka íbúðarhúsnæði

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fimm þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Helgi Hjövar, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að með breytingunum sem lagðar eru til í frumvarpinu verði lífeyrissjóðum heimilað að eiga og reka íbúðarhúsnæði.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að lífeyrissjóðir geti stofnað félag um rekstur húsnæðisins eða gert samning við einkaðila um hann. Fordæmi fyrir þessu sé meðal annars að finna á Norðurlöndum og í Þýskalandi.

,,Verði frumvarpið að lögum gæti það orðið einn þáttur þess að koma aftur hreyfingu á fasteignamarkaðinn. Þar að auki gæti fyrirkomulag sem þetta stuðlað að auknum stöðugleika á fasteignamarkaði og skapað grundvöll fyrir öflugri leigumarkaði," segir Helgi.

Meðflutningsmenn Helga eru Lúðvík Bergvinsson, Mörður Árnason,

Ellert B. Schram og Einar Már Sigurðarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×