Innlent

Annasamt hjá björgunarsveitum

Annasamt var hjá fjölmörgum björgunarsveitum í gærkvöldi og eftir miðnætti vegna veðurs. Hellisheiðinni, Sandskeiði og Þrengslunum var lokað í gærkvöldi og í nótt.

Mikið annríki var hjá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Liðsmenn björgunarsveitanna voru önnum kafnir við aðstoða vegfarendur sem sátu fastir í bifreiðum síðnum.

Tveir björgunarsveitabílar aðstoðuðu vegfarendur milli Hveragerðis og Selfoss og þá var björgunarsveit úr Vík kölluð út á Sólheimasand þar sem fólk var í vandræðum.

Þá aðstoðu björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar tvo Frakka vegna vandræða í gærkvöldi sem þeir lentu í á Sprengisandi. Ferðalangarnir voru á leið í Nýjadal en veður var mjög vont á svæðinu og misstu þeir frá sér tjaldið en voru annars vel búnir. Frakkarnir komu boðum um að þeir þyrftu hjálp í gegnum síma til félaga síns í heimalandinu sem hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×