Innlent

Aðstandendur fagna ákvörðun ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari vill að lögregla taki að nýju fyrir rannsókn á láti tveggja ungra manna sem fundust látnir í bíl við Daníelsslipp fyrir 24 árum. Aðstandendum þeirra var sagt að mennirnir hefðu framið sjálfsvíg en við þá skýringu hafa þeir aldrei sætt sig við. Þeir fagna ákvörðun ríkissaksóknara.

Þeir Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í amerískum bíl á athafnasvæði í grennd við Daníelsslipp þann 1. mars 1985. Þegar þeir fundust var Einar í farþegasæti bifreiðarinnar en Sturla lá í aftursætinu. Slanga hafi verið leidd frá útblástursröri bílisin og inn um rifu á framrúðunni. Þeir Einar, sem var 24 ára, og Sturla, sem var 25 ára, voru vinir en þeir höfðu báðir verið í óreglu áður en þeir létust. Lögregla tjáði ættingjum þeirra að þeir Einar og Sturla hefðu framið sjálfsvíg.

Ætingjarnir hafa hins vegar aldrei viljað trúað þeirra útskýringu og benda á ýmis gögn því til stuðnings. Til að mynda voru föt Sturlu rifinn og blóðug á meðan föt Einars voru hrein. Þá fundust fingraför mannanna ekki utan á bílnum né á mælaborðinu.

Eftir áralanga baráttu aðstandenda og mikla upplýsingaöflun hefur ríkissaksóknari nú falið lögreglu að rannsaka einstaka þætti sem varða andlát þeirra Einars og Sturlu. Það er meðal annars gert þar sem fram eru komin ný gögn. Ljósmyndir af vettvangi og af hinum látnu sem ekki fóru inn í málið á sínum tíma. Aðstandur Einar og Sturla fagna þessari ákvörðun.


Tengdar fréttir

Mannslát í Slippnum fyrir 24 árum skoðað á nýjan leik

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur falið lögreglu að rannsaka betur einstaka þætti í láti Einars Þórs Agnarssonar og Sturlu Steinssonar sem fundust látnir í bíl við Daníelsslipp 1. mars 1985. Tvívegis var fjallað um mál þeirra í fréttaskýringaþættinum Kompási á seinata ári. Haft er eftir Valtý í Morgunblaðinu í dag að ný gögn kalli á nánari skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×