Enski boltinn

City á eftir Alonso

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso, leikmaður Liverpool.
Xabi Alonso, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar halda því fram Manchester City ætli sér að klófesta Spánverjann Xabi Alonso hjá Liverpool í sumar.

City er sagt reiðubúið að borga átján milljónir punda fyrir Alonso sem hefur farið á kostum með Liverpool í vetur.

Liverpool er einnig sagt nálægt því að fá Gareth Barry til félagsins frá Aston Villa og væri því reiðubúið að selja Alonso fyrir slíka upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×