Innlent

Frakkarnir komnir í snjóbíl

Frakkarnir tveir sem björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar aðstoðuðu vegna vandræða sem þeir lentu í á Sprengisandi eru komnir í snjóbíl hjá björgunarsveitamönnum. Þetta staðfesti lögreglan á Akureyri í samtali við fréttastofu.

Ferðalangarnir voru á leið í Nýjadal en veður er mjög vont á svæðinu og misstu þeir frá sér tjald sem þeir voru með en voru annars vel búnir. Frakkarnir komu boðum um að þeir þyrftu hjálp í gegnum síma til félaga síns í heimalandinu sem hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Það voru félagar úr björgunarsveitinni Dalbjörgu og úr Súlum sem komu mönnunum til aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×