Innlent

Bera af sér íslenska banka

Ekki þykir fínt þar að eiga peninga í íslenskum bönkum.
Ekki þykir fínt þar að eiga peninga í íslenskum bönkum.

 „Skjólstæðingur minn hefur starfað í meira en 100 ár, er skuldlaus, á yfir níu milljónir punda í bönkum og enginn þeirra er íslenskur,“ segir breskt ráðningarfyrirtæki í auglýsingu eftir framkvæmdastjóra fyrirtækis. Þessa tilvitnun sendi Sigrún Björk Ólafsdóttir Fréttablaðinu.

Sigrún, sem býr í London, segist á bloggi sínu hafa misst starf sitt eftir að viðskiptavinur vinnuveitanda hennar kvartaði undan Icesave-reikningunum. „Svo núna eyði ég dögum mínum í að sækja um vinnu og fletta atvinnuauglýsingum þar sem ég sé reglulega setningar eins og

„við erum ennþá á lífi vegna þess að við fjárfestum ekki í íslenskum bönkum“. Möguleikarnir á að manni yrði boðið upp á viðtal eftir slíkar yfirlýsingar eru hverfandi.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×