Enski boltinn

Guðlaugur Victor stóðst læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor í Liverpool-treyjunni.
Guðlaugur Victor í Liverpool-treyjunni.
Guðlaugur Victor Pálsson er formlega genginn í raðir Liverpool en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Hann stóðst læknisskoðun í vikunni og hefur samið við félagið til loka tímabilsins 2011.

Hann mun senn hefja æfingar með varaliði félagsins og hefur sett sér það markmið að komast í aðalliðið innan árs.

Guðlaugur Victor er sautján ára gamall og fór í maí árið 2007 frá Fylki til AGF í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×