Erlent

Brúðkaupsgestir féllu í Afganistan

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP
Þrjátíu brúðkaupsgestir létu lífið, þar á meðal konur og börn, þegar herþotur á vegum NATO gerðu loftárásir á þorpið Ali Mardan í Afganistan í morgun.

Ekki er óalgengt að brúðkaupsgestir séu vopnaðir í Afganistan og hjónabandinu fagnað með því að skjóta út í loftið. Vestrænir hermenn eiga því oft erfitt með aðgreina brúðkaupsgesti frá skæruliðum. Þetta hefur áður valdið misskilningi en í fyrra vörpuðu bandarískar herþotur tvisvar sprengjum á brúðkaupsveislur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×