Íslenski boltinn

FH fær 60 milljónir frá UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Íslandsmeistarar FH fá um sextíu milljónir króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir þátttöku sína í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem KSÍ sendi frá sér í dag. Fyrr á árinu var tilkynnt um greiðslur af tekjum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildinni til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ en nú fá þau félög greitt sem tóku þátt í þessum keppnum á árinu.

FH fær 60 milljónir, Fram og KR um 33 milljónir hvort og Keflavík um sextán milljónir. Fram kemur í tilkynningunni að framlög til félaganna hækkuðu talsvert á milli ára en kostnaðurinn við þátttöku í keppnini jókst einnig mikið.

UEFA og KSÍ hafa því samtals greitt um 213 milljónir króna til aðildarfélaga á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×