Enski boltinn

Rio snýr aftur um jólin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand í leik með Manchester United.
Rio Ferdinand í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rio Ferdinand muni snúa aftur á knattspyrnuvöllinn um jólin.

Ferdinand hefur átt við meiðsli að stríða og segir Ferguson að stutt sé í að hann nái fullri heilsu á ný.

„Honum hefur gengið mun betur og er núna í svipuðu formi og þegar hann var að spila síðast. En við þurfum að passa vel upp á hann og ég á von á því að hann verði klár um jólin."

Meiðsli Ferdinand tengjast því að hann hefur lengi verið bakveikur. „Ég held að aðgerð kæmi ekki til greina. Það á helst ekki að fara í uppskurð vegna bakmeiðsla nema þau séu virkilega alvarleg og svo slæmt er það ekki í þessu tilfelli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×