Erlent

Dauðadómur fyrir skógarelda

Óli Tynes skrifar
Fimm slökkviliðsmenn fórust í eldunum sem Oyler kveikti.
Fimm slökkviliðsmenn fórust í eldunum sem Oyler kveikti.

Fimm slökkviliðsmenn fórust þegar þeir börðust við skógarelda sem voru kveiktir í suðurhluta Kaliforníu árið 2006.

Bifvélavirkinn Raymond Oyler var sakfelldur fyrir fimm morð af fyrstu gráðu og tuttugu íkveikjur. Kviðdómurinn mælti með því að hann yrði dæmdur til dauða.

Dóttir Oylers bergmálaði vörn lögmanna hans þegar hún sagði að faðir sinn hefði aldrei ætlað að drepa neinn.

-Það var ekki það sem hann hafði í huga, sagði hún. -Hann er ekki þetta skrímsli sem hann er úthrópaður sem.

Úrskurður kviðdómsins er aðeins ráðgefandi fyrir dómarann. Hann getur fylgt honum ef honum sýnist svo, en hann getur líka dæmd Oyler í fangelsi.

Dómur yfir honum verður kveðinn upp fimmta júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×