Útskýrir milljónir með skattsvikum og fölsuðum miðum 23. febrúar 2009 12:35 Þorsteinn Kragh Í morgun fór fram aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh og hollendingsins Jacob Van Hinte sem ákærðir eru fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu. Í húsbíl sem Jacob kom á hingað til lands fundust um 200 kg af kannabisefnum auk 1 ½ kg af kókaíni. Hollendingurinn bendlaði Þorstein við málið í upphafi en eftir að þeir hittust á Litla-Hrauni dró hann framburð sinn til baka og segir Þorstein ekkert hafa komið nálægt málinu. Fram kom að tæpar 80 milljónir voru inni á bankareikningum Þorsteins sem hann sagði tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina. Framburður Hollendingsins hefur verið nokkuð mótsagnakenndur en í upphafi sagði hann við yfirheyrslur hjá lögreglu að Þorsteinn hefði komið að innflutningnum. Meðal annars hafi þeir hist á kaffihúsi í Amsterdam og Þorsteinn hafi skilið eftir húsbílinn í bílastæða húsi í Hollandi. Hann sagði Þorstein hafa gengið undir viðurnefninu Kimmi og benti m.a á mynd af Þorsteini í því sambandi hjá lögreglu. Breyttur framburður Þessu hefur hann hinsvegar nú breytt og sagði ástæðu þess að hann hafi ranglega bendlað Þorstein við málið hafi verið vegna þess að lögreglan hefði ekki trúað því sem væri rétt í þessu máli. Hann viðurkenndi að hafa flutt efnin til landsins en sagðist ekki hafa vitað af kókaíninu. Hann sagði tvo menn, Jim og Bill, hafa skipulagt smyglið en hann veit ekki frekari deili á þeim mönnum. Hann hafi hitt þá nokkrum sinnum fyrir smyglið og þeir hafi komið efnunum fyrir. Þess ber að geta að hollendingurinn hlaut dóm fyrir smygl á um 800 kg af kannabisefnum til Spánar árið 2005. Þorsteinn hefur allan tímann neitað að hafa staðið í umræddum fíkniefnainnflutningi. Fyrir dómi í morgun var Þorsteinn mikið spurður út í símanúmer sem talið er að hann hafi notað í samskiptum sínum við hollendingin. Símanúmerið er ekki skráð og er svokallað frelsisnúmer. Þorsteinn neitaði allan tímann að hafa notað umrætt númer og sagðist ekki þekkja það. Kunnuglegt PIN númer Hinsvegar eru atriði sem virðast tengja Þorstein við umrætt númer. Í fyrsta lagi var sama PIN númer á því númeri og er á síma Þorsteins, 6969. Þorsteinn notar einnig þessa talnarunu í nafni sínu á SKYPE samskiptaforritinu, denni6969. Hann sagðist ekki hafa skýringar á þessu og þetta hlyti því að vera tilviljun. Einnig er lögregla búin að láta rekja staðsetningar númersins og bera það saman við síma Þorsteins. Svo virðist sem símarnir hafi gjarnan verið á svipuðum stað og úr þeim hringt á svipuðum tíma. Þorsteinn var spurður hvort einhver sem væri gjarnan í kringum hann gæti átt umrætt númer. Hann sagðist oft vera í kringum ókunnugt fólk og nefndi í því sambandi að hann tæki gjanrana upp puttalinga á leið sinni til vinnu, en hann rekur gufubað á Laugarvatni. Undarlegar peningaupphæðir Líkt og fyrr segir var einnig vitnað í skýrslu sem unnin var um fjármál Þorsteins tvö ár aftur í tímann. Niðurstaða þeirrar skýrslu leiddi í ljós að inni á reikningum Þorsteins eða félögum tengdum honum voru tæpar 80 milljónir króna sem ekki var hægt að skýra út á eðlilegan hátt. Þorsteinn sagðist ekki geta staðfest að þessi tala væri rétt en sagði að svo gæti verið. Lögmaður Þorsteins benti á að hjá lögreglu hefði Þorsteinn viðurkennt að hafa skotið undan skatti á þessum tíma og einnig falsað miða á tónleika sem hann hefur haldið. Þess ber að geta að Þorsteinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í tónleikahöldum hér á landi og flutti meðal annars Placido Domingo hingað til lands. Einnig hefur hann verið í slagtogi með hestahvíslaranum heimsþekkta Monty Roberts. Hlé var gert á réttarhaldinu í hádeginu en því verður haldið áfram í dag og á morgun. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Í morgun fór fram aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh og hollendingsins Jacob Van Hinte sem ákærðir eru fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu. Í húsbíl sem Jacob kom á hingað til lands fundust um 200 kg af kannabisefnum auk 1 ½ kg af kókaíni. Hollendingurinn bendlaði Þorstein við málið í upphafi en eftir að þeir hittust á Litla-Hrauni dró hann framburð sinn til baka og segir Þorstein ekkert hafa komið nálægt málinu. Fram kom að tæpar 80 milljónir voru inni á bankareikningum Þorsteins sem hann sagði tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina. Framburður Hollendingsins hefur verið nokkuð mótsagnakenndur en í upphafi sagði hann við yfirheyrslur hjá lögreglu að Þorsteinn hefði komið að innflutningnum. Meðal annars hafi þeir hist á kaffihúsi í Amsterdam og Þorsteinn hafi skilið eftir húsbílinn í bílastæða húsi í Hollandi. Hann sagði Þorstein hafa gengið undir viðurnefninu Kimmi og benti m.a á mynd af Þorsteini í því sambandi hjá lögreglu. Breyttur framburður Þessu hefur hann hinsvegar nú breytt og sagði ástæðu þess að hann hafi ranglega bendlað Þorstein við málið hafi verið vegna þess að lögreglan hefði ekki trúað því sem væri rétt í þessu máli. Hann viðurkenndi að hafa flutt efnin til landsins en sagðist ekki hafa vitað af kókaíninu. Hann sagði tvo menn, Jim og Bill, hafa skipulagt smyglið en hann veit ekki frekari deili á þeim mönnum. Hann hafi hitt þá nokkrum sinnum fyrir smyglið og þeir hafi komið efnunum fyrir. Þess ber að geta að hollendingurinn hlaut dóm fyrir smygl á um 800 kg af kannabisefnum til Spánar árið 2005. Þorsteinn hefur allan tímann neitað að hafa staðið í umræddum fíkniefnainnflutningi. Fyrir dómi í morgun var Þorsteinn mikið spurður út í símanúmer sem talið er að hann hafi notað í samskiptum sínum við hollendingin. Símanúmerið er ekki skráð og er svokallað frelsisnúmer. Þorsteinn neitaði allan tímann að hafa notað umrætt númer og sagðist ekki þekkja það. Kunnuglegt PIN númer Hinsvegar eru atriði sem virðast tengja Þorstein við umrætt númer. Í fyrsta lagi var sama PIN númer á því númeri og er á síma Þorsteins, 6969. Þorsteinn notar einnig þessa talnarunu í nafni sínu á SKYPE samskiptaforritinu, denni6969. Hann sagðist ekki hafa skýringar á þessu og þetta hlyti því að vera tilviljun. Einnig er lögregla búin að láta rekja staðsetningar númersins og bera það saman við síma Þorsteins. Svo virðist sem símarnir hafi gjarnan verið á svipuðum stað og úr þeim hringt á svipuðum tíma. Þorsteinn var spurður hvort einhver sem væri gjarnan í kringum hann gæti átt umrætt númer. Hann sagðist oft vera í kringum ókunnugt fólk og nefndi í því sambandi að hann tæki gjanrana upp puttalinga á leið sinni til vinnu, en hann rekur gufubað á Laugarvatni. Undarlegar peningaupphæðir Líkt og fyrr segir var einnig vitnað í skýrslu sem unnin var um fjármál Þorsteins tvö ár aftur í tímann. Niðurstaða þeirrar skýrslu leiddi í ljós að inni á reikningum Þorsteins eða félögum tengdum honum voru tæpar 80 milljónir króna sem ekki var hægt að skýra út á eðlilegan hátt. Þorsteinn sagðist ekki geta staðfest að þessi tala væri rétt en sagði að svo gæti verið. Lögmaður Þorsteins benti á að hjá lögreglu hefði Þorsteinn viðurkennt að hafa skotið undan skatti á þessum tíma og einnig falsað miða á tónleika sem hann hefur haldið. Þess ber að geta að Þorsteinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í tónleikahöldum hér á landi og flutti meðal annars Placido Domingo hingað til lands. Einnig hefur hann verið í slagtogi með hestahvíslaranum heimsþekkta Monty Roberts. Hlé var gert á réttarhaldinu í hádeginu en því verður haldið áfram í dag og á morgun.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira