Innlent

Keilir skilar góðri afkomu

Fram kom á aðalfundi Keilis, miðstöðvar vísinda fræða og atvinnulífs, sem haldinn var á gamla varnarsvæðinu á Vallarheiði fyrr í dag að heildartekjur félagsins umfram heildargjöld voru rúmlega 200 milljónir. Á fundinum lét Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess af störfum.

Í tilkynningu segir að megintekjustofnar félagsins séu þríþættir. ,,Rekstrartekjur félagsins á liðnu ári voru rúmar 585 mkr, og skiptast þannig að tekjur af kennslu og rannsóknum voru 262 mkr, þjónustutekjur húsnæðis voru 130 mkr. og aðrar tekjur og 193 mkr. Að teknu tilliti til fjármunatekna sem voru 76 mkr, voru heildartekjur Keilis því 661 mkr. en heildargjöld 464 mkr.“

Árið 2008 var fyrsta heila rekstrarár Keilis. Við stofnun Keilis voru honum sett skýr markmið af eigendum og stofnendum til næstu fimm ára. ,,Segja má að þeim markmiðum hafi flestum verið náð strax á liðnu ári en í árslok voru íbúar á háskólasvæðinu á Vallarheiði um 2000, nemendur Keilis um 500 og eigið fé félagsins hefur hækkað verulega og nemur nú tæplega 480 milljónum króna.“ Markmið hafi náðst á fyrstu tveimur árunum í starfi félagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×