Enski boltinn

Ákvörðun Abramovich að reka Scolari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roman Abramovich.
Roman Abramovich.

Það var ákvörðun Roman Abramovich að reka Luiz Felipe Scolari. Þetta segir talsmaður Scolari en hann var látinn taka pokann sinn vegna dapurs árangurs að undanförnu.

„Svo virðist sem þetta hafi verið persónuleg ákvörðun Abramovich. Scolari hafði stuðning leikmannahópsins og Peter Kenyon," sagði talsmaðurinn, Acaz Fellegger.

„Leikmannahópur Chelsea er gamall. Hann reyndi að endurnýja hann en án árangurs. Hann vildi fá Deco og Robinho en fékk aðeins þann fyrrnefnda," sagði Fellegger en hann neitar því að tungumálaörðugleikar hafi verið vandamál hjá Scolari.

Þá gaf Fellegger út stutta yfirlýsingu frá Scolari sem vill þó ekki veita viðtöl strax eftir að hafa verið rekinn. „Ég óska Chelsea velgengni í þeim þremur keppnum sem liðið tekur þátt í. Ég vil líka nota tækifærið og staðfesta að ég mun áfram búa í London og mun tala við fjölmiðla fljótlega," sagði í yfirlýsingu Scolari.


Tengdar fréttir

Hiddink rétti maðurinn fyrir Chelsea?

Guus Hiddink, þjálfari Rússlands, er talinn meðal líklegustu manna til að verða næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hiddink var ofarlega á óskalista félagsins þegar það ákvað að ráða Luiz Felipe Scolari.

Mancini ekki næsti stjóri Chelsea

Umboðsmaður Roberto Mancini hefur útilokað að þessi fyrrum þjálfari Inter verði næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Luiz Felipe Scolari var rekinn frá Chelsea í dag og var Mancini talinn líklegur til að taka við af honum.

Scolari rekinn frá Chelsea

Luiz Felipe Scolari þjálfari Chelsea hefur verið rekinn frá félaginu. Það er Sky fréttastofan sem segir frá þessu en frammistaða liðsins á þessu tímabili er sögð ástæða uppsagnarinnar. Chelsea situr nú í fjórða sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliði Manchester United. John Terry fyrirliði liðsins bað stuðningsmenn afsökunar eftir markalaust jafntefli við Hull City um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×