Erlent

Páfi vill styrkja kaþólsku kirkjuna í Afríku

Benedikt sextándi páfi.
Benedikt sextándi páfi. MYND/AP
Benedikt sextándi páfi segir að með fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku vilji hann hvetja til friðar og vonar. Hann vill jafnframt styrkja innviði kaþólsku kirkjunnnar í heimshlutanum.

Benedikt heldur til Afríku á þriðjudaginn og í ferð sinni mun hann heimsækja Kamerún og Angóla. Þar mun hann ræða við forseta landanna, talsmenn múslima og fulltrúa kaþólsku kirkjunnar.

Ferð Benedikts verður hans fyrsta til Afríku eftir að hann var vígður páfi árið 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×