Íslenski boltinn

Færeyingar tveimur mörkum yfir í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Færeyingar fagna öðru marka sinna í dag.
Færeyingar fagna öðru marka sinna í dag. Mynd/Valli

Færeyingar eru komnir tveimur mörkum yfir gegn Íslandi í vináttulandsleik þjóðanna í Kórnum.

Bæði mörkin komu eftir aukaspyrnu Súna Olsen á hægri kantinum. Fyrst skoraði Fróði Benjaminsen, landsliðsfyrirliði og fyrrum leikmaður Fram, á 21. mínútu með skalla. 21 mínútu síðar varð Guðjón Árni Antoníusson - sem er að leika sinn fyrsta landsleik í dag - fyrir því óláni að skora sjálfsmark með skalla.

Ísland hefur ekki spilað vel í fyrri hálfleik en þó fengið sín færi. Leiknum er lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins þar sem hægt er að fylgjast náið með leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×