Enski boltinn

Megson hættur að eltast við Barton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton í leik með Newcastle.
Joey Barton í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, segir að félagið muni ekki eltast lengur við að fá Joey Barton frá Newcastle eftir að tilboði félagsins var hafnað.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla bauð Bolton tvær milljónir punda í Barton en að tilboðinu hafi verið hafnað.

„Við ætlum ekki að dvelja við þetta mál. Joey er góður leikmaður og fyrrum landsliðsmaður. Hann hefur vissulega átt við sín vandræði að stríða. Við vorum tilbúnir að borga ákveðið mikið fyrir hann og lengra náði það ekki," sagði Megson í samtali við enska fjölmiðla.

Barton er nú fjarverandi vegna hnémeiðsla en hann hefur einnig verið orðaður við Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×