Íslenski boltinn

Ingvar: Þetta þarf að fara að smella

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.

Norskur sóknarmaður er mættur til landsins og mun æfa með Grindavík næstu daga. Félagaskiptaglugginn hér á landi opnar á morgun en þá mun Óli Stefán Flóventsson formlega verða leikmaður liðsins á ný.

Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, segir að félagið sé ekki með aðra leikmenn í deiglunni og telur ólíklegt að félagið styrki sig sig meira fyrir seinni helming mótsins.

„Við teljum okkur alveg vera með nægilega sterkan hóp, þetta þarf bara að fara að smella hjá okkur. Eins og í þessum leik í gær vorum við miklu betri í fyrri hálfleik og í raun klaufar að skora ekki," sagði Ingvar en Grindvíkingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í Pepsi-deildinni í gær.

Hann reiknar með að endurkoma varnarmannsins Óla Stefáns muni gera liðinu mjög gott. Þessi norski sóknarmaður, Tor Erik Moen, sem er til reynslu hjá félaginu kemur á vegum Óla en þeir léku saman með Vard Haugasund í Noregi.

Grindavík hefur verið án sóknarmannsins Grétars Hjartarssonar sem sleit krossband í hné á síðasta ári. Grétar er byrjaður að æfa létt með liðinu en á enn talsvert í land með að verða leikfær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×