Erlent

Stálu þúsund ferðatöskum

Óli Tynes skrifar
Örlítið brot af þýfi þeirra Keiths og Stacy.
Örlítið brot af þýfi þeirra Keiths og Stacy. Mynd/AP

Hjón í Arizona hafa verið handtekin fyrir að stela um eittþúsund ferðatöskum af færiböndum á flugvellinum í Phoenix.

Þau Keith Wilson King og Stacy King blönduðu sér í hóp farþega sem voru að bíða eftir töskum sínum og hirtu þær töskur sem þeim leist best á.

Auðvitað kom fyrir að eigandi einhverrar töskunnar gerði tilkall til hennar. Hjónin brostu þá afsakandi og sögðust eiga alveg eins tösku. Þau héldu svo áfram að bíða.

Úr töskunum hirtu þau Keith og Stacy allt sem verðmætt var og seldu. Þau seldu einnig margar af töskunum sjálfum.

Engu að síður voru svo margar töskur eftir þegar lögreglan komst loks á sporið að löggurnar trúðu vart eigin augum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×