Erlent

Kókaín og heróín aldrei ódýrara í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kókaín og heróín hafa hríðfallið í verði í Bretlandi og eru efnin nú ódýrari en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur fram í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins um stöðu fíkniefnamála og greinir skýrslan frá því að síðasta áratug hafi verð efnanna lækkað um nær helming.

Telegraph reiknar út á vefsíðu sinni að þar sem eitt gramm af kókaíni kosti nú sem svarar 6.500 íslenskum krónum kosti ein lína af efninu, sem sogin er í nef, minna en einn stór bjór á breskum bar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×