Algjört hrun í sölu bíla til fyrirtækja 22. ágúst 2009 09:00 Vilhjálmur Egilsson Nýskráningar fyrirtækjabifreiða hafa dregist saman um 87 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil árið 2007. Aðeins hafa 1.704 bílar verið skráðir á fyrirtæki en á sama tíma árið 2007 voru þeir 12.715. Sjaldgæft er að fleiri nýskráningar séu hjá einstaklingum, en þær eru 2.104 það sem af er ári. Heildarsamdráttur nýskráninga er því um 81 prósent frá árinu 2007. „Þetta sýnir að það er algjört stopp í fjárfestingum fyrirtækja," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Segir Vilhjálmur að Seðlabankinn þurfi að lækka stýrivexti strax. „Það fjárfestir enginn á þessum vöxtum." Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir bílasölur finna vel fyrir samdrættinum. „Það er algjört hrun í sölu bifreiða," segir Özur en um 230.000 bílar eru nú á götum Íslands. Ýmsar leiðir eru færar til að auka veltuna, að mati Özurar, til dæmis að lækka tolla. Bílgreinasambandið átti fund með fjármálaráðherra fyrr í sumar um útfærslu hugmyndar um afslátt af vörugjöldum. Hugmynd Bílgreinasambandsins var sú að fólk sem fargaði gömlum bílum, til dæmis eldri en tíu ára, fengi afslátt af vörugjöldum fyrir kaup á nýjum og umhverfisvænni bíl. Segir Özur fjármálaráðherra hafa verið jákvæðan fyrir hugmyndinni. Vörugjöld af bílum geta numið um 45 prósentum af verði bifreiðar og virðisaukaskattur um 24,5 prósentum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segist finna fyrir þessu eins og flestir landsmenn en fyrirtækið reyni að halda þjónustu við viðskiptavini. „Þetta yrði betra ef gengið skánaði og vextir lækkuðu," segir Benni. Tímabundin lækkun vörugjalda gæti verið til bóta, að mati Benna, þar sem vörugjöld séu stór hluti af verði bifreiða. Bíll sem skilaði 300 þúsund krónum til ríkisins fyrir tveimur árum skilar nú 600 þúsund krónum þar sem vörugjaldið miðast við gjaldmiðilinn sem bíllinn er keyptur á, að sögn Benna. Tölulegar upplýsingar koma frá Umferðarstofu og miða tölurnar við tímabilið frá 1. janúar til 20. ágúst öll árin. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Nýskráningar fyrirtækjabifreiða hafa dregist saman um 87 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil árið 2007. Aðeins hafa 1.704 bílar verið skráðir á fyrirtæki en á sama tíma árið 2007 voru þeir 12.715. Sjaldgæft er að fleiri nýskráningar séu hjá einstaklingum, en þær eru 2.104 það sem af er ári. Heildarsamdráttur nýskráninga er því um 81 prósent frá árinu 2007. „Þetta sýnir að það er algjört stopp í fjárfestingum fyrirtækja," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Segir Vilhjálmur að Seðlabankinn þurfi að lækka stýrivexti strax. „Það fjárfestir enginn á þessum vöxtum." Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir bílasölur finna vel fyrir samdrættinum. „Það er algjört hrun í sölu bifreiða," segir Özur en um 230.000 bílar eru nú á götum Íslands. Ýmsar leiðir eru færar til að auka veltuna, að mati Özurar, til dæmis að lækka tolla. Bílgreinasambandið átti fund með fjármálaráðherra fyrr í sumar um útfærslu hugmyndar um afslátt af vörugjöldum. Hugmynd Bílgreinasambandsins var sú að fólk sem fargaði gömlum bílum, til dæmis eldri en tíu ára, fengi afslátt af vörugjöldum fyrir kaup á nýjum og umhverfisvænni bíl. Segir Özur fjármálaráðherra hafa verið jákvæðan fyrir hugmyndinni. Vörugjöld af bílum geta numið um 45 prósentum af verði bifreiðar og virðisaukaskattur um 24,5 prósentum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segist finna fyrir þessu eins og flestir landsmenn en fyrirtækið reyni að halda þjónustu við viðskiptavini. „Þetta yrði betra ef gengið skánaði og vextir lækkuðu," segir Benni. Tímabundin lækkun vörugjalda gæti verið til bóta, að mati Benna, þar sem vörugjöld séu stór hluti af verði bifreiða. Bíll sem skilaði 300 þúsund krónum til ríkisins fyrir tveimur árum skilar nú 600 þúsund krónum þar sem vörugjaldið miðast við gjaldmiðilinn sem bíllinn er keyptur á, að sögn Benna. Tölulegar upplýsingar koma frá Umferðarstofu og miða tölurnar við tímabilið frá 1. janúar til 20. ágúst öll árin.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira