Enski boltinn

Stutt í Arshavin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Andrei Arshaven segir að gengið verði frá kaupum Arsenal á honum frá Zenit St. Pétursborg í næstu viku.

Arshavin hefur lengi verið orðaður við ensku úrvalasdeildina og var ekki langt frá því að ganga til liðs við Tottenham í sumar.

En nú virðist sem svo að Arsenal sé nálægt því að tryggja sér þjónustu Arshavin fyrir meira en fimmtán milljónir punda.

Það mesta sem Arsenal hefur greitt fyrir leikmann hingað til eru þær þrettán milljónir sem félagið greiddi fyrir Sylvain Wiltord fyrir níu árum síðan.

„Þetta ætti að klárast í næstu viku," sagði umboðsmaðurinn í samtali við enska fjölmiðla. „Andrei vill fara, Arsenal vill fá hann og Zenit viðurkennir að félagið verði að selja hann."

„Það þarf bara að semja um upphæðirnar en allar vísbendingar eru um að það gerist fljótlega, jafnvel á næstu dögum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×