Innlent

Borgin býður út innheimtu viðskiptakrafna

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bjóða út innheimtu viðskiptakrafna og tengda þjónustu fjármálafyrirtækja borgina. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Það er almenn stefna Reykjavíkurborgar að bjóða út þjónustu fremur en að semja beint við einstök fyrirtæki, að fram kemur í tilkynningu.

Þar segir einnig að 30. október í fyrra hafi borgarráð samþykkt  að fresta útboði á innheimtu viðskiptakrafna og bankaþjónustu með skírskotun í ástandið á fjármálamarkaði í kjölfar bankahruns. „Fjármálastjóri gerði tímabundna þjónustusamninga um fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu á grundvelli ofangreindrar samþykktar. Með útboði nú gefst tækifæri til að bæta þjónustuna, gera hana skilvirkari og lækka kostnað gjaldenda og Reykjavíkurborgar.“

Stefnt er að því að útboðinu ljúki á þessu ári þannig að  nýtt fyrirkomulag taki gildi á árinu 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×