Innlent

Pallbíll stórskemmdist í eldsvoða

Pallbíll stórskemmdist í eldi fyrir utan íbúðarhús við Þverás í Reykjavík i nótt. Kallað var á slökkvilið, sem var tuttugu mínútur að slökkva eldinn. Nálægur bíll skemmdist líka af eldinum. Eldsupptök eru ókunn en eigandinn hafði notað bílinn í gærkvöldi án þess að neitt óeðlilegt kæmi í ljós.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×