Innlent

Bruninn í Laugarásvideo enn í rannsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Laugarásvideo brann í lok ágúst.
Laugarásvideo brann í lok ágúst.
Lögreglan rannsakar enn brunann í Laugarásvideo í lok ágúst. Einn maður var yfirheyrður fyrr í mánuðinum með réttarstöðu grunaðs manns en honum var síðan sleppt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, segir að málið verði rannsakað áfram.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum telur eigandi Laugarásvideos að hann hafi orðið fyrir allt að 250 milljóna króna tjóni vegna brunans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×