Íslenski boltinn

Ellefu dómarar stóðust ekki þolpróf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn Jakobsson sprettur hér úr spori í Laugardalnum í dag.
Kristinn Jakobsson sprettur hér úr spori í Laugardalnum í dag. Mynd/Vilhelm

„Ég vil fá að sjá þoltölurnar hjá manninum," sagði Guðjón Þórðarson í eftirminnilegu viðtali síðasta sumar. Þjálfarar gátu skoðað líkamlegt ástand dómara í Laugardalnum í dag þegar dómarar landsins þreyttu þolpróf við erfiðar aðstæður.

Alls stóðust 30 dómarar prófið en 11 náðu ekki. Voru þar á ferðinni dómarar í neðri deildunum.

Allar úrvalsdeildardómarar hafa náð þolprófi að þremur undanskildum. Það eru þeir Garðar Örn Hinriksson, Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Garðar er meiddur, Þóróddur veikur og Magnús tók ekki prófið í dag vegna anna í vinnu.

Garðar og Þóroddur reyndu en náðu ekki af áðurgreindum ástæðum. Þeir munu taka sjúkrapróf eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×