Innlent

Samfylkingin í Mosó með prófkjör

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ samþykkti á fimmtudag tillögu stjórnar um að hafa prófkjör meðal félagsmanna til að velja á framboðslista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Samfylkingin hlaut tvo bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006 en alls sitja sjö fulltrúar í bæjarstjórninni.

Prófkjörið verður haldið laugardaginn 30. janúar. Í reglum sem samþykktar voru kemur meðal annars fram að framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi laugardaginn 9. janúar. Rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu hafa allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag og hafa verið skráðir í Samfylkinguna fyrir klukkan 24 laugardaginn 16. janúar.

Einnig var kosin kjörnefnd á fundinum til að sjá um framkvæmd prófkjörsins og raða á lista Samfylkingarinnar í þau sæti sem ekki ná bindandi kosningu í prófkjörinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×