Lífið

Ásdís Rán: Björk spilar ekki út á kynþokka

Ásdís Rán prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Maxim.
Ásdís Rán prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Maxim.

Tímaritið Complex hefur valið níu kynþokkafyllstu íslensku konurnar. Fremst í flokki fer Ásdís Rán Gunnarsdóttir en Björk er í neðsta sætinu.

Á umræddum lista eru í réttri röð: Ásdís Rán, Thelma Þormarsdóttir, Malla Kjartansdóttir, Yohanna, Elísabet Davíðsdóttir, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Berglind Icey, Aníta Briem og Björk.

Björk Guðmundsdóttir landaði 9. sætinu.

„Ég efast um að Björk sé að spila út á kynþokkann. Hún er frábær listamaður en ekki svo kynþokkafull að mínu mati," svarar Ásdís aðspurð út í umræddan lista.

„Ég var einmitt spurð að þessari sömu spurningu í Maxim viðtalinu."

Forsíða Maxim.

„En vá þetta eru engar smá drottningar á þessum lista. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé alvöru kynþokka á svona íslenskum lista þá miðað við þegar íslenska pressan er að setja svona lista saman og það er samansafn af einhverjum konum sem eru langt því frá að vera kynþokkafullar."

„En svona er þetta. Ég er svakalega stolt af þessum titli og að vera sett í hóp með svona föngulegum konum," segir Ásdís.

Hér má sjá umræddan lista Complex yfir kynþokkafyllstu konur Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.