Öryggisverðir vilja varnarhunda Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2009 14:08 Ragna Árnadóttir segir að fara verði mjög varlega í að breyta heimildum til beitingar valds. Mynd/GVA Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heimild til þess að beita varnarhundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í ráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til þess að beita valdbeitingartækjum. Í dómsmálaráðuneytinu stendur yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu. Vísir greindi frá því í morgun að brotist hefði verið inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu. Stuttu síðar yfirbugaði öryggisvörðurinn mann í nýbyggingu skólans en lögreglumaðurinn handtók síðan manninn. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá öryggisvörðum er atvik eins og þetta ekki einsdæmi. Það er að segja að öryggisverðir standi innbrotsþjófa að verki og haldi þeim þar til að lögregla kemur á staðinn. Þetta vekur upp spurningar um það hvort heimila eigi öryggisvörðum að nota valdbeitingatæki á borð við kylfur eða handjárn. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við Vísi að hún muni ekki eftir því að slík umræða hafi farið fram í ráðuneytinu. Um þessar mundir sé unnið að endurskoðun á lögum um öryggisþjónustu sem miði að því að skilgreina hlutverk lögreglumanna annars vegar og öryggisvarða hins vegar. Samkvæmt lögreglulögum er heimild til valdbeitingar bundin við þá sem hafa lögregluvald og fangaverði. Ragna segir að spurningin um valdbeitingaheimildir sé slík grundvallarspurning að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar ef gera eigi breytingar þar á. Hins vegar hafa farið fram umræður í nefnd sem vinnur að endurskoðun á lögum um öryggisþjónustu um það hvort öryggisverðir fái heimild til þess að nota varnarhunda á fáförnum stöðum. Slíkir hundar eru hins vegar einungis notaðir til varnar og ekki notaðir til valdbeitingar. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heimild til þess að beita varnarhundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í ráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til þess að beita valdbeitingartækjum. Í dómsmálaráðuneytinu stendur yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu. Vísir greindi frá því í morgun að brotist hefði verið inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu. Stuttu síðar yfirbugaði öryggisvörðurinn mann í nýbyggingu skólans en lögreglumaðurinn handtók síðan manninn. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá öryggisvörðum er atvik eins og þetta ekki einsdæmi. Það er að segja að öryggisverðir standi innbrotsþjófa að verki og haldi þeim þar til að lögregla kemur á staðinn. Þetta vekur upp spurningar um það hvort heimila eigi öryggisvörðum að nota valdbeitingatæki á borð við kylfur eða handjárn. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við Vísi að hún muni ekki eftir því að slík umræða hafi farið fram í ráðuneytinu. Um þessar mundir sé unnið að endurskoðun á lögum um öryggisþjónustu sem miði að því að skilgreina hlutverk lögreglumanna annars vegar og öryggisvarða hins vegar. Samkvæmt lögreglulögum er heimild til valdbeitingar bundin við þá sem hafa lögregluvald og fangaverði. Ragna segir að spurningin um valdbeitingaheimildir sé slík grundvallarspurning að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar ef gera eigi breytingar þar á. Hins vegar hafa farið fram umræður í nefnd sem vinnur að endurskoðun á lögum um öryggisþjónustu um það hvort öryggisverðir fái heimild til þess að nota varnarhunda á fáförnum stöðum. Slíkir hundar eru hins vegar einungis notaðir til varnar og ekki notaðir til valdbeitingar.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira