Enski boltinn

David Villa útilokar ekki að fara til Englands

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Villa.
David Villa. Nordic photos/AFP

Fastlega er búist við því að framherjinn eftirsótti David Villa hjá Valencia muni yfirgefa herbúðir spænska félagins annað hvort í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar eða næsta sumar.

Til þessa hefur verið talið að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid séu að leiða kapphlaupið um leikmanninn þar sem hann vilji vera áfram á Spáni en ef marka má nýlegt viðtal við Villa þá útilokar hann ekki að fara til Englands fari svo að hann yfirgefi Mestalla-leikvanginn.

„Ég hef ekki lokað hurðinni á neitt félag ennþá fari svo að ég yfirgefi Valencia. Ég hef fengið mikið af boðum og það er undir mér að velja úr það sem hentar mér best og það gæti vel verið á Englandi. Aðal málið fyrir mig er að fara eitthvert þar sem ég get notið þess að spila fótbolta," segir hinn 27 ára gamli Villa í viðtali við Daily Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×