Innlent

Stálu barnavagni og heimabíói

Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í 30 og 60 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela meðal annars barnavagni að andvirði 129 þúsund króna.

Mennirnir stálu vagninum úr versluninni Fífu en þeir gengu út með vagninn og barnaleggings án þess að greiða fyrir vörurnar í maí síðastliðnum.

Þá Stálu þeir jakka úr verslun 66 gráður norður auk þess sem þeir stálu heimabíókerfi í verslun Hagkaupa í desember á síðasta ári.

Mennirnir játuðu brot sín skýlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×