Erlent

Óeirðir í Grikklandi til minningar um látinn pilt

Óeirðirnar eru harðvítugar.
Óeirðirnar eru harðvítugar.

Óeirðir hafa brotist út milli lögreglu og mótmælenda í Grikklandi þar sem fólk minnist þess að ár er liðið frá því að lögregla skaut fimmtán ára pilt til bana í einhverjum mestu óeirðum sem hafa orðið í Grikklandi í áratugi.

Ungt fólk streymdi út á götur í fyrra til að mótmæla miklu atvinnuleysi hjá ungu kynslóðinni og óvinsælum stjórnvaldsákvörðunum.

Yfirvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að óeirðirnar í fyrra endurtaki sig ekki nú, sex þúsund lögreglumenn eru á götum Aþenu, og óeirðalögreglan handtók um 150 manns í gær um alla borg, til að koma í veg fyrir vandræði. Þá hefur lögregla sprautað táragasi á mótmælendur í dag sem á móti hafa kastað grjóti á laganna verði og kveikt í ruslatunnum.

Stúdentar hafa tekið yfir tugi skóla um allt land til að minnast piltsins sem lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×