Fótbolti

Monaco náði aðeins jafntefli gegn botnliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í baráttunn í kvöld.
Eiður Smári í baráttunn í kvöld. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Monaco sem gerði markalaust jafntefli við botnlið Grenoble í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Grenoble hafði tapað fyrstu ellefu leikjum sínum á tímabilinu en náði að hanga á jafntefli gegn Monaco í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen var tekinn af velli á 59. mínútu en hann fann sig ekki í leiknum frekar en aðrir leikmenn Monaco.

Monaco er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir tólf leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×