Innlent

Hótaði lögreglumanni lífláti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangaklefi. Mynd/ GVA.
Fangaklefi. Mynd/ GVA.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumanni lífláti í fangaklefa á lögreglustöðinni á Egilsstöðum þann 12 desember síðastliðinn. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af manninum vegna skyldustarfa þegar honum var hótað. Maðurinn hafði verið tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr um kvöldið en áfengismagn í blóði hans var 2,23‰ þegar hann var tekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×