Innlent

Seinheppinn þjófur

Karl á þrítugsaldri var handtekinn við verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Hann var grímuklæddur og vopnaður barefli og viðurkenndi að tilgangur hans hefði verið að ræna peningum úr verslun sem þarna er.

Svo heppilega vildi hinsvegar til að óeinkennisklæddir lögreglumenn voru staddir á vettvangi og voru þeir fljótir að handtaka kauða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×