Innlent

Útgáfa lagasafns úrskurðuð ólögleg

Alþingi. Mynd/Stefán Karlsson
Alþingi. Mynd/Stefán Karlsson

Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu lagasafns í prentuðu formi hér á landi.

Í lögum frá 1929 kveður á um sérstaka laganefnd sem sjái um útgáfuna. Þessi nefnd virðist aldrei hafa verið skipuð heldur hefur verið stuðst við reglugerð dómsmálaráðuneytis um framkvæmdina á útgáfu lagasafnsins. Það er ekki í samræmi við lögin að mati Umboðsmanns Alþingis og beinir hann þeim tilmælum til yfirvalda.

Því er framkvæmd á útgáfu lagasafnsins ólögleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×