Erlent

Mannskætt þyrsluslys við Skotland

Þyrlan sem fórst austan við skosku borgina Aberdeen í dag var af gerðinni Super Puma.
Þyrlan sem fórst austan við skosku borgina Aberdeen í dag var af gerðinni Super Puma.

Óttast er að sextán manns hafi farist með þyrlu sem hrapaði í sjóinn undan strönd Skotlands í dag. Búið er að finna átta lík í sjónum en hinna er saknað. Þyrlan var af gerðinni Super Puma frá Bond þyrluþjónustunni. Hún var að flytja fólk af olíuborpalli.

Önnur Super Puma þyrla fyrirtækisins hrapaði í sjóinn fyrir mánuði með átján manns innanborðs. Það var rétt hjá olíuborpalli en í það skipti björguðust allir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×