Erlent

Fundu flak skips sem sökk 1940

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hluti af suðurströnd Ástralíu.
Hluti af suðurströnd Ástralíu.

Flak fyrsta bandaríska skipsins, sem sökkt var í síðari heimsstyrjöldinni, er fundið, skammt undan suðurströnd Ástralíu. Um er að ræða flutningaskip sem flutti blý, ull og kopar frá Ástralíu til Bandaríkjanna. Skipið sigldi á þýskt tundurdufl 8. nóvember 1940 og sökk. Af 39 manna áhöfn björguðust allir nema einn. Flakið liggur á um 70 metra dýpi og voru það vísindamenn við ástralskan háskóla sem uppgötvuðu það þegar þeir voru að kortleggja hafsbotninn á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×