Innlent

Efnahagsmálin rædd á morgun

Boðað hefur verið til ítarlegra umræðu um efnahagsmál á Alþingi í fyrramálið en þingfundum var frestað í dag, þar sem meðal annars áttu að fara fram tvennar utandagskrárumræður sem snerta ástandið í landinu.

Efni fundaanna var að ræða þingstörfin á morgun, eftir frestun þingfundar í dag. Allir formenn flokkanna funduðu með forseta á seinni fundinum að frátöldum formönnum Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins, en Ágúst Ólafur Ágústsson vatraformaður Samfylkingarinnar og Jón Magnússon þingflokksformaður Frjálslyndra mættu í þeirra stað. Forseti Alþingis vildi gefa starfsfólki þingsins til að næði til að taka til við Alþingishúsið.

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis segir Alþingi vel geta starfað þrátt fyrir mótmæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×