Innlent

Í akstursbann á öðrum degi

Ungur piltur var stöðvaður á 128 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um helgina en hann var búinn að vera með ökuréttindi í tvo daga.

Auk þess að pilturinn fær ríflega sekt þá fer hann í akstursbann og verður gert að setjast aftur á skólabekk til að ná réttum tökum á akstrinum.

Lögreglan vonar að hann skili sér svo aftur í umferðina sem ábyrgari og betri ökumaður samkvæmt tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér.

Annars voru nokkrir tugir ökumanna teknir um helgina vegna hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×