Innlent

Guðjón endurkjörinn - Magnús fékk 15 atkvæði

Guðjón Arnar.
Guðjón Arnar.

Guðjón Arnar Kristjánsson var í dag endurkjörinn sem formaður Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem fer fram í Stykkishólmi. Mótframbjóðandi hans og fráfarandi varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, hlaut 15 atkvæði en Guðjón fékk 83 atkvæði. Einn seðill var ógildur.

Guðjón Arnar hefur verið formaður Frjálslynda flokksins allt frá því að Sverrir Hermannsson lét af embætti sem formaður 2003.

Ásgerður Jóna Flosdóttir var kjörin varaformaður flokksins en hún hlaut 51 atkvæði. Kolbrún Stefánsdóttir fékk 38 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 11.

Hanna Birna Jóhannsdóttir var sjálfkjörin sem ritari flokksins.




Tengdar fréttir

Ríkið verður að hækka skatta

Ríkið hefur fáa aðra kosti í stöðunni en hækka skatta til að mæta útgjaldaaukningu og tekjutapi vegna bankahrunsins. Þetta kom fram í setningarræðu Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, á Landsfundi flokksins í Stykkishólmi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×