Kannast ekki við samkomulag um áhættusæknari fjárfestingar 4. september 2009 19:10 Enginn stjórnarmaður hjá Styrktarsjóði hjartveikra barna kannast við að hafa undirritað nýjan samning við Landsbankann, sem heimilaði áhættusæknari fjárfestingar með fjármuni sjóðsins. Stjórnin undirritaði hins vegar viðauka, þar sem bankanum er heimilað að fjárfesta í erlendum gjaldeyri - þar er hins vegar tekið fram að 90% peninganna skuli varið í ríkisbréf. Styrktarsjóðurinn tapaði 21 milljón í peningabréfum Landsbankans, og hefur stefnt bankanum fyrir að brjóta fjárfestingasamning. Sjóðurinn hélt að peningarnir væru í ríkisskuldabréfum. Við hrunið kom hins vegar í ljós að þeir voru í peningabréfum, með skuldabréfum fyrirtækja á borð við Baug, FL Group og Samson, sem nú heyra sögunni til. Í minnisblaði úr Landsbankanum kemur fram að ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð í maí 2008. Guðrún Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi viðauki við eldri fjárfestingasamning verið undirritaður - ekki nýr samningur. Í honum heimili stjórn sjóðsins bankanum að fjárfesta að einhverju leyti í erlendum gjaldmiðli. Í þessum viðauka sé hins vegar tekið fram, eins og fyrri samningur segi til um, að 90% af fjármununum skuli varið í innlend ríkisskuldabréf og ríkisvíxla. Aðilum ber ekki saman hér, því í minnisblaði Landsbankans kemur fram að ekkert í samningnum kveði á um lágmark í kaupum á ríkisskuldabréfum. Guðrún segist ítrekað hafa reynt að ná í Pál Benediktsson, upplýsingafulltrúa bankans, í dag til að biðja um að fá að sjá umræddan fjárfestingasamning, án árangurs. Páll sagði í samtali við fréttastofu í dag að Landsbankinn standi við það sem fram hafi komið í málinu af hálfu bankans, ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð. Fréttastofa fékk hins vegar ekki að sjá samninginn. Ástæðan er bankaleynd. Tengdar fréttir Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50 Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27 Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Enginn stjórnarmaður hjá Styrktarsjóði hjartveikra barna kannast við að hafa undirritað nýjan samning við Landsbankann, sem heimilaði áhættusæknari fjárfestingar með fjármuni sjóðsins. Stjórnin undirritaði hins vegar viðauka, þar sem bankanum er heimilað að fjárfesta í erlendum gjaldeyri - þar er hins vegar tekið fram að 90% peninganna skuli varið í ríkisbréf. Styrktarsjóðurinn tapaði 21 milljón í peningabréfum Landsbankans, og hefur stefnt bankanum fyrir að brjóta fjárfestingasamning. Sjóðurinn hélt að peningarnir væru í ríkisskuldabréfum. Við hrunið kom hins vegar í ljós að þeir voru í peningabréfum, með skuldabréfum fyrirtækja á borð við Baug, FL Group og Samson, sem nú heyra sögunni til. Í minnisblaði úr Landsbankanum kemur fram að ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð í maí 2008. Guðrún Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi viðauki við eldri fjárfestingasamning verið undirritaður - ekki nýr samningur. Í honum heimili stjórn sjóðsins bankanum að fjárfesta að einhverju leyti í erlendum gjaldmiðli. Í þessum viðauka sé hins vegar tekið fram, eins og fyrri samningur segi til um, að 90% af fjármununum skuli varið í innlend ríkisskuldabréf og ríkisvíxla. Aðilum ber ekki saman hér, því í minnisblaði Landsbankans kemur fram að ekkert í samningnum kveði á um lágmark í kaupum á ríkisskuldabréfum. Guðrún segist ítrekað hafa reynt að ná í Pál Benediktsson, upplýsingafulltrúa bankans, í dag til að biðja um að fá að sjá umræddan fjárfestingasamning, án árangurs. Páll sagði í samtali við fréttastofu í dag að Landsbankinn standi við það sem fram hafi komið í málinu af hálfu bankans, ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð. Fréttastofa fékk hins vegar ekki að sjá samninginn. Ástæðan er bankaleynd.
Tengdar fréttir Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50 Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27 Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50
Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27
Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21